Hagsmunagæsla

Ráðgjafar okkar veita stuðning og ráðgjöf ef upp koma mál þar sem fólk telur að brotið hafið verið á rétti þeirra varðandi geðheilbrigðisþjónustu. Ráðgjöfin getur farið fram með viðtali, símtali og tölvupósti.

Viðtöl eru veitt virka daga. Sé óskað eftir viðtali við ráðgjafa Geðhjálpar er best að hringja eða senda tölvupóst og panta tíma. Þessi tilhögun kemur i veg fyrir að farin sé fýluferð og til að fyrirbyggja langa bið.

Ef þú vilt panta tíma hafðu samband við okkur með því að:

Hringja í síma 570 1700 kl. 9-15 á virkum dögum eða senda okkur póst.

Auðvitað er alltaf hægt að koma við á hjá okkur að Borgartúni 30 í Reykjavík kl. 9-15 á virkum dögum þó ekki nema til að fá kaffisopa.

Til að taka af allan vafa þá er ráðgjafi Geðhjálpar bundinn þagnarskyldu, hvernig svo sem vitneskja um persónulega hagi einstaklinga berst sem leynt á að fara samkvæmt lögum um málefni fatlaðra nr. 59/1992, lög um réttindi sjúklinga nr. 74/1997 og 136 gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.

Ef Geðhjálp ber fram eða fylgir eftir málum til lögbærra aðila, skal liggja fyrir því skriflegt samkomulag við hlutaðeigandi. Í þessu umboði felst heimild til íhlutunar og á stundum heimild til móttöku trúnaðargagna um og fyrir viðkomandi.