Samfélagsleg úrræði

(Unnið er að því að uppfæra þær upplýsingar sem eru hér að neðan.)

Þjónustutilboðum er raðað eftir stafrófsröð, án tillits til hver rekur það og hvar það er staðsett á landinu:

1717/Rauði krossinn
central@redcross.is

Hjálparsími Rauða krossins 1717 er gjaldfrjáls sími sem er opinn allan sólarhringinn fyrir þá sem þurfa á aðstoð að halda vegna kvíða, þunglyndis, depurðar, efnahagsáhyggna eða sjálfsvígshugsana. Hjálparsíminn 1717 gegnir því hlutverki að veita sálrænan stuðning, virka hlustun og upplýsingar um þau úrræði sem eru í boði í samfélaginu hverju sinni. Einnig er hægt að hafa samband við Hjálparsíma 1717 í gegnum netspjall, 1717.is. Það kostar ekkert að hringja í Hjálparsímann og er fullum trúnaði heitið.

Björgin
Staðsetning: Suðurgata 12 og 15,  Reykjanesbæ. Sími 420-3270
Björgin – Geðræktarmiðstöð Suðurnesja er athvarf og endurhæfingarúrræði fyrir fólk með geðheilsuvanda. Markmið hennar eru helst að rjúfa félagslega einangrun og aðstoða einstaklinga til sjálfshjálpar.

Bataskóli Íslands
Á Facebook sem Bataskóli Íslands.
Staðsetning: Suðurlandsbraut 32, 2. hæð, 108 Reykjavík. Sími: 411-6555.
Verkefnisstjórar: Esther Ágústsdóttir, esther@bataskoli.is og Þorsteinn Guðmundsson, thorsteinn@bataskoli.is.
Bataskóli Íslands býður upp á nám fyrir fólk, 18 ára og eldra, með geðrænar áskoranir, aðstandendur þeirra og starfsfólk á heilbrigðis- og velferðarsviði. Hægt er að velja úr fjölbreyttu úrvali námskeiða sem samin eru í samvinnu sérfræðinga og fólks með reynslu af geðrænum áskorunum. Námið er nemendum að kostnaðarlausu og er tvær annir (6-7 mánuðir í heildina). Kennt er þrisvar í viku. Unnið er eftir batamiðaðri hugmyndafræði.

Bjarkarhlíð – Reykjavík
bjarkarhlid@bjarkarhlid.is
Staðsetning: Bjarkarhlíð við Bústaðarveg, 108 Reykjavík Sími: 553 3000
Bjarkarhlíð er þjónustumiðstöð fyrir fullorðna þolendur ofbeldis. Þar gefst einstaklingum kostur á viðtölum og ráðgjöf hjá félagsráðgjöfum, lögreglu og lögfræðingum þeim að kostnaðarlausu og á þeirra forsendum. Meira er hægt að lesa um þetta hér.

Dvöl
dvol@kopavogur.is
Staðsetning: Reynihvammur 43, Kópavogi. Sími 554-1260Gestir koma í athvarfið á eigin forsendum eða með stuðningi annarra og njóta þeirrar þjónustu sem í boði er. Áhersla er lögð á að efla sjálfstæði og virkni gestanna, en jafnhliða eru gestir aðstoðaðir við að leita nýrra leiða, sé þess óskað. Dvöl er athvarf en ekki meðferðarstofnun þar sem gestir og aðstandendur geta fengið góð ráð hjá starfsmönnum ef þeir óska þess.

Fjölmennt
fjolmennt@fjolmennt.is
Staðsetning í Reykjavík 530 1300. Fjölmennt er símenntunar- og þekkingarmiðstöð sem skipuleggur námskeið fyrir fólk með þroskahömlun, fólk á einhverfurófi  og fólk með geðfötlun, frá 20 ára aldri. Starfsemi Fjölmenntar skiptist í tvær deildir, símenntunardeild og ráðgjafardeild. Símenntunardeildin sér um námskeiðhald. Þar eru námskeiðin tvískipt, annars vegar námskeið fyrir fólk með þroskahömlun og fólk á einhverfurófi og hins vegar námskeið fyrir fólk með geðfötlun. Frekari upplýsingar eru á www.fjolmennt.is

Geðverndarfélag Íslands
gedvernd@gedvernd.is
Staðsetning: Hátún 10, Reykjavík. Sími: 552-5508. Geðverndarfélag Íslands er félag fagfólks, geðlækna, geðhjúkrunarfræðinga, félagsráðgjafa, presta og fleiri sem láta sig geðheilbrigði varða. Félagið rak um tíma tvö vernduð heimili fyrir 3 heimilismenn hvort, 3 karla í Asparfelli og 3 konur í Ásholti í Reykjavík. Reykjavíkurborg hefur nú tekið við þessum einstaklingum. Geðverndarfélagið á íbúð á Kleppsvegi sem félagið lánar Landspítalanum, Barna- og unglingageðdeild, endurgjaldslaust til afnota fyrir foreldra geðverikra barna utan af landi. Geðverndarfélagið leggur aðaláherslu á heilbrigði barna, reiknað frá getnaði til tveggja ára aldurs og á þverfaglega, fjölskyldumiðaða nálgun fyrir börn sem eiga geðsjúka foreldra.

Grófin Geðverndarmiðstöð Akureyri
grofin@outlook.com
Staðsetning: Hafnarstræti 95, 4. hæð  (ofan við Apótekarann). Opið virka daga klukkan 10:00-16:00. Sími: 462-3400. Heimasíða: https://grofin.wordpress.com. Fésbók: Grófin geðverndarmiðstöð
Grófin geðverndarmiðstöð á Akureyri er vettvangur fyrir fólk sem vil eflast í bata af geðröskunum eða rjúfa félagslega einangrun. Unnið er útfrá hugmyndafræði valdeflingar, jafningjanálgunar og batamódels.  Markmið starfseminnar eru þríþætt: Að bjóða upp á hópastarf og fræðslu fyrir þátttakendur í Grófinni og aðstandendur; að vinna að forvörnum og minnka fordóma gagnvart fólki sem glímir við geðraskanir; að skapa vettvang fyrir alla sem vilja vinna að geðverndarmálum á jafningjagrunni.

Geðheilsuteymi austur — áður Geðheilsustöð Breiðholts
Staðsetning: Heilsugæslan Grafarvogi, Spönginni 35, 112 Reykjavík.  Sími: 513 6320. Geðheilsuteymið er þverfaglegt teymi sem veitir þjónustu til einstaklinga sem eru greindir með geðsjúkdóm 18 ára og eldri og fjölskyldna þeirra. Gengið er út frá að þjónustuþegi þurfi þverfaglega þjónustu og þétta eftirfylgni vegna geðsjúkdóms. Þjónustan er veitt með heimavitjunum eða viðtölum í húsnæði teymisins. Í Geðheilsuteyminu starfa geðhjúkrunarfræðingar, sjúkraliði, sálfræðingur, geðlæknir og liðveitandi. Geðheilsuteymið nýtir sér aðgengi að hreyfistjóra og þeim úrræðum sem í boði eru í samfélaginu í samráði notandann.  Þjónustan er veitt frá kl. 8.00 til 20.00, alla virka daga. Unnið er út frá forsendum notenda og byggt er á hugmyndafræði „recovery model“ eða batahugmyndafræði. Regluleg fræðslunámskeið eru haldin fyrir þjónustuþega og má þar á meðal nefna fræðslu um;  bata og notkun á batahandbókum, áföll, mataræði, hreyfingu, geðraskanir, félagsfælni og hugræna atferlismeðferð. Iðjuþjálfi og fjölskylduráðgjafi munu síðar vinna þvert á Geðheilsuteymin.

Hlutverkasetur
hlutverkasetur@hlutverkasetur.is
Staðsetning: Borgartúni 1 (inngangur sjávarmegin), Reykjavík. Sími: 517-3471 / 695-9285.
Hlutverkasetur er opin virknimiðstöð. Einstaklingar nýta sér úrræðið á ólíkan hátt og mæta af eigin frumkvæði til þess að auka félagsleg samskipti og færni til þeirra, að skapa tækifæri til frekari virkni s.s. atvinnuþátttöku eða til náms. Fjölbreytt námskeið s.s. listanámskeið eru í boði. Starfsfólk Hlutverkaseturs veitir hvatningu og stuðning í gegnum samveru, samskipti og sameiginleg verkefni. Í Hlutverkasetrinu starfa iðjuþjálfar, listsköpunarkennarar ásamt einstaklingum með notendareynslu. Sjá nánar um starfsemina á heimasíðu Hlutverkaseturs.

Hugarafl
hugarafl@hugarafl.is
Staðsetning: Borgartúni 22, Reykjavík. Sími: 414-1550.
Hugarafl er starfrækt fyrir alla þá sem hafa upplifað geðræna erfiðleika og aðstandendur þeirra. Þar er einstaklingnum veittur stuðningur við að ná bata og stjórn á eigin lífi með einstaklingsmiðaðari nálgun. Sérstaða Hugarafls er persónuleg nálgun, samstarf fagfólks og notenda geðheilbrigðisþjónustunnar á jafningjagrunni. Samhliða Hugarafli er starfrækt Geðheilsa/eftirfylgd Heilsugæslu höfuðborgarsvæðis. Geðheilsa-Eftirfylgd er samfélagsleg geðþjónusta þar sem teymi fagfólks og notenda tekur að sér batahvetjandi stuðning við einstaklinga og fjölskyldur. Notendur í Hugarafli móta eigin endurhæfingu og veita öðrum stuðning sem eru í svipuðu ferli. Kjarni starfs Hugarafls er þekking og reynsla notenda og fagfólks, verkefni og hugsjónabarátta. Frekari upplýsingar er hægt að finna hér.

HVER – Akranesi
Endurhæfingararhúsið Hver er staðsett á Suðurgötu 57, 300 Akranesi. S: 431 2040. Hver er ætlað fyrir einstaklinga sem hafa dottið út úr sínum hlutverkum í lífinu vegna veikinda, slysa eða áfalla.

Hringsjá – Reykjavík
hringsja@hringsja.is
Staðsetning: Hátúni 10d, 105 Reykjavík Sími: 510 9380
Hringsjá veitir náms- og starfsendurhæfingu fyrir einstaklinga, 18 ára og eldri sem vegna sjúkdóma, slysa, fötlunar eða annarra áfalla þurfa á endurhæfingu að halda til að takast á við nám og/eða að stunda atvinnu. Náms- og starfsendurhæfing Hringsjár felst í margvíslegum styttri námskeiðum og í námi á framhaldsskólastigi. Námið getur verið einingabært og tekur almennt 1,5 ár. Samhliða náminu er boðið upp á margvíslegan stuðning og ráðgjöf.  Námið hentar einnig þeim sem hafa litla grunnmenntun eða sértæka námserfiðleika. Stefnt er að því að þeir sem útskrifast frá Hringsjá séu færir um að takast á við nám í almennum framhaldsskólum og finna störf við hæfi.

Klúbburinn Geysir
kgeysir@kgeysir.is
Staðsetning: Skipholti 29, Reykjavik. Sími 551-5166. Opnunartími er frá 8:30 til 16:00.
Klúbburinn Geysir starfar eftir hugmyndafræði Fountain House sem byggir á markvissri uppbyggingu á hæfileikum og getu einstaklingsins. Við trúum því að með því að gefa hverjum félaga tækifæri á því að nýta sínar sterkustu hliðar, séum við að þjálfa viðkomandi til fjölbreyttrar þátttöku í samfélaginu.

Klúbburinn Strókur – Selfossi
klubburstrokur@simnet.is
Staðsetning: Skólavöllum 1, Selfossi. S: 482 1757 – Opnunartími: Mánudaga – fimmtudaga 8:30-16 – HeimasíðaFacebook
Klúbburinn Strókur er fyrir einstaklinga sem glíma við geðræna sjúkdóma og/eða félagslega einangrun. Starfssvæði klúbbsins nær til Árnessýslu, Rangárþings og V- Skaftafellssýslu. Tilgangur Stróks er að auka og efla félagsleg tengsl, stuðla að virkni og endurhæfingu. Hjá Strók fær hver og einn faglegan stuðning en einnig veita klúbbmeðlimir hvor öðrum góðan og jákvæðan félagsskap. Lögð er áhersla á styrkleika hvers og eins, virðingu og hvatningu til virkni í daglegu lífi.

Ásheimar – Egilsstöðum
Staðsetning: Miðvangi 22, Egilsstöðum (kjallari, gengið inn í húsið bakatil) – Sími: 470-0795 – Opnunartími: 13 – 16 alla virka daga.
Ásheimar er samastaður fólks sem vill rækta sinn innri mann í góðum félagsskap. Í Ásheimum er stefnt að því markmiði að vinna gegn félagslegri einangrun og skapa aðstæður fyrir fólk til að byggja sig upp andlega. Starfsemi Ásheima mótast að miklu leyti af óskum og þörfum notenda hverju sinni. Hægt er að hafa samband í síma 4700-795 á opnunartíma Ásheima sem er kl. 13 – 16 alla virka daga. Starfsmaður Ásheima er Kristín Rut Eyjólfsdóttir. Forstöðumaður Ásheima er Freyja Pálína Jónatansdóttir

Laut – Akureyri
Staðsetning: Brekkugata 34, Akureyri – Sími: 462-6632 – Opnunartími:  9:30 til 15:45 alla virka daga, og á laugardögum hafa sjálfboðaliðar Rauða krossins opið frá 13:00 til 16:00.
Laut er athvarf fyrir fólk með geðraskanir. Markmið Lautar er að rjúfa félagslega einangrun og auka lifsgæði fólks. Í laut er boðið uppá heitan mat í hádeginu fyrir 600.kr. Hér er boðið upp á hreifingu, gönguferðir á hverjum degi, sundleikfimi einu sinni i viku og sund. Hér er baðaðstaða, þvottavél, hvíldarherbergi, föndurherbergi auk þess er stór garður þar sem hægt er að njóta sumarblíðunar og við ræktum okkar grænmeti. Lautin er staðsett við miðbæ Akureyrar nálægt td. Bókasafninu, menningarhússins Hofs, Glegártorgi svo eitthvað sé nefnt.

Lækur
laekur@redcross.is
Staðsetning: Hörðuvellir 1, Hafnarfirði, simi 566-8600. Markmið með starfseminni er að auka lífsgæði og efla andlega, líkamlega og félagslega vellíðan svo og hæfni í daglegri virkni.

Pieta samtökin
pieta@pieta.is
Staðsetning: Baldursgata 7, Reykjavík. Sími: 552-2218. Opnunartími er frá 9-17.
Pieta samtökin eru samtök gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða. Einstaklingar geta bókað tíma hjá geðhjúkrunarfræðingi.  Pieta samtökin tekur á móti fólki frá 18 ára aldri ef það er í sjálfsvígs- eða sjálfskaðahættu. Aðstandendur þeirra geta líka fengið viðtal. Þá bjóða samtökin upp á fundi fyrir eftirlifendur sem hafa misst ástvin, 1 kvöld í mánuði.

Miðjan – Húsavík
Staðsetning: Árgata 12, 640 Húsavík, sími: 464-1201.
Geðræktarmiðstöð Miðjunnar er opin alla virka daga milli 9-16, skipulögð dagskrá er til staðar þar sem ýmislegt er í boði, s.s. skapandi iðja, hugleiðsla, jóga, umræðuhópar, göngutúr, zumba. Aðstaðan í Miðjunni býður upp á þátttöku í ýmisskonar list og handverki. Auk þess gefst tækifæri til að taka þátt í ýmsum viðburðum og verkefnum, s.s. jólamarkaði, alþjóðlegu verkefni sem kallast Boomerang bags og List án landamæra. Í boði eru viðtalstímar við iðjuþjálfa þar sem unnið er að því að greina vanda, veita hvatningu og stuðning við að setja markmið og fylgja þeim eftir. Starfið byggir á hugmyndafræði valdeflingar og unnið er á jafningjagrundvelli. Einkunnarorð Miðjunnar eru virðing, vinátta og vellíðan.

Ný Dögun – Reykjavík
sorg@sorg.is
Markmið félagsins er að styðja syrgjendur og þá sem vinna að velferð þeirra. Starfsemin felst í stuðningi við þá sem eiga um sárt að binda vegna ástvinamissis ásamt almennri fræðslu og fyrirlestrum um sorg og sorgarviðbrögð. Frekari upplýsingar eru á vefsíðu þeirra.

Sjónarhóll
sjonarholl@sjonarholl.net
Staðsetning: Háaleitisbraut 11-13, Reykjavík. Sími: 535-1900
Að Sjónarhóli- ráðgjafarmiðstöð standa eftirfarandi samtök: ADHD samtökin, Landssamtökin Þroskahjálp, Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra og Umhyggja, félag til stuðnings langveikum börnum.
Með stofnun Sjónarhóls rættist margra ára draumur um faglega og óháða ráðgjöf fyrir aðstandendur barna sem eiga við langvarandi veikindi og fötlun að stríða. Sjónarhóll er miðpunktur þjónustu á þessu sviði og þekkingartorg.

Vin
Staðsetning: Hverfisgata 47, Reykjavík. Sími 561-2612 Opnunartími er frá 10 til 15.45.
Vin er athvarf fyrir fólk með geðraskanir, rekið af Rauða krossinum í Reykjavík í samstarfi við Reykjavíkurborg. Markmiðið er að rjúfa félagslega einangrun, draga úr endurinnlögnum á geðdeildir, efla þekkingu á málefnum geðsjúkra og skapa umhverfi þar sem gagnkvæm virðing og traust ríkir og tekið er tillit til hvers og eins.