Félagslega kerfið

Félagsþjónusta sveitarfélaga fer með mörg af þeim stuðningsúrræðum sem eru í boði fyrir geðfatlaða. Hér að neðan eru upplýsingar um félagsþjónustur landsins auk tengla sem nýtast til að fá nánari upplýsingar.

Félagsþjónusta sveitarfélaga

Nánari upplýsingar fást í Velferðarráðuneytinu, Tryggvagötu. S. 545-8100.
Félagsþjónusta sveitarfélaga heyrir undir Velferðarráðuneytið sem hefur eftirlit með því að sveitarfélögin veiti lögbundna þjónustu. Markmið félagsþjónustu á vegum sveitarfélaga er að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi íbúanna og stuðla að velferð á grundvelli samhjálpar.
Heimasíða: Félagsþjónusta sveitarfélaga
Hér má sjá lista yfir félagsmálastjóra, sem gefur einnig upp þær félagsþjónustur sem starfandi eru á landinu.

 Réttindagæslumenn fatlaðs fólks

Fatlaður einstaklingur getur leitað til réttindagæslumanns með hvaðeina sem varðar réttindi hans, fjármuni og önnur persónuleg mál. Réttindagæslumaður skal veita honum stuðning og aðstoða hann við að leita réttar síns eftir því sem við á. Einnig er gert ráð fyrir að hver sá sem telur að brotið sé á réttindum fatlaðs einstaklings geti tilkynnt það réttindagæslumanni auk þess sem réttindagæslumaður getur tekið upp mál að eigin frumkvæði.
Frekari upplýsingar má finna >>>Hér<<<